top of page

Hádegisvefja

Þessi vefja er bæði prótein- og kolvetnarík og hentar því fullkomlega í hádegismat. Ég set ost á milli í mína til að ná inn fitu í þessa máltíð, en það er einnig hægt að setja 2 egg ásamt 100 gr eggjahvítu til að fá meiri fitu. Til að auka við próteinið í þessari máltíð er hægt að bæta við elduðum kjúklingi á milli.

Innihald í eina vefju:

-200 gr eggjahvítur

1 vefja /40 gr

30 gr ostur

40 gr salsasósa

Salt og pipar eftir smekk


Byrjið á að hella eggjahvítunum á litla pönnu sem er á stærð við vefju. Setjið á miðlungs hita og látið eggjahvíturnar eldast. Þegar þær eru nánast eldaðar í gegn er vefjan sett ofan á eggjahvíturnar og þetta látið vera áfram á pönnunni í smá stund eða þar til hægt er að snúa þessu í heilu lagi. Snúið eggjahvítunum við á pönnunni þannig að vefjan sé undir og eggjahvíturnar yfir, setjið ost á helminginn og lokið vefjunni þannig að það myndist hálfmáni. Eldið áfram í um 3-5 mín eða þar til osturinn er bráðnaður. Ég mæli með því að skoða tiktok vídjóið sem þið finnið hér neðar í fræslunni fyrir betri útskýringu. Svo er gott að hafa salsasósu með þessu og svo mæli ég með því að fylla diskinn af grænmeti til að fá meiri trefjar.


Næring í þessari vefju:

Kolvetni: 25,8 gr

Prótein: 34 gr

Fita: 9 gr

Trefjar: 1 gr


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó þennan rétt til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga




Comments


bottom of page