top of page

Grillaður maís

Það jafnast ekkert á við grillaðan maís með grillkjötinu. Ég má til með að mæla með sérvöldu lambalærisneiðunum frá Hagkaup. Það eru tvær bragðtegundir, með grillsmjöri annars vegar og hinsvegar með pipar- og trufflumarineringu. Þú færð ferskan maís í grænmetisdeildinni í Hagkaup


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allar vörurnar sem ég nota.

Innihald í grillaðan maís Ferskur maís Parmesan grillsósa frá Hagkaup

Parmesan ostur

ólífuolía

Salt/pipar/chilli Ferskt kóríander (má sleppa)

Þú byrjar á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um 10 mínútur, eftir það er smá olíu hellt yfir hann og hann kryddaður. Maísinn er grillaður í um 12 - 15 mínútur og honum snúið reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist. Þegar maísinn er tilbúinn er hann smurður með parmesan sósunni og parmesan ostinum stráð yfir ásamt ferska kóríandernum, svo er gott að salta örlítið yfir. Berið fram með sósunni og parmesan ostinum svo fólk geti fengið sér meira.


Ég elska að nota ferskan maís en hann fæst auðvitað ekki allan ársins hring og þá er hægt að notast við frosinn. Það má að sjálfsögðu skera blöðin af maísnum áður en hann er grillaður, þau geta verið eldfim eins og sjá má í myndbandinu með þessum rétti.

Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til. Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga



Comments


bottom of page