top of page

Grillaður kínóa kjúklingur

Fljótlegur og safaríkur grillaður kjúklingur með kínóa hjúp sem gerir kjúklinginn svo safaríkan.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með þessum rétti.

Innihald fyrir ca. fjóra:

4 kjúklingabringur

2 dl kínóa 2 egg

hveiti salt/pipar

Byrjaðu á því að sjóða kínóa 2 dl á móti 4 dl af vatni í 15 mínútur og kæla það svo örlítið. Kjúklingabringurnar eru skornar í tvennt og kryddaðar með salti og pipar. Velt upp úr hveiti, eggi og svo soðnu kínóa. Grillað í um 12-15 mínútur. Kjúklingurinn verður ótrúlega safaríkur og góður. Það má einnig sleppa því að skera bringurnar í tvennt og grilla þær þá lengur, í 15-18 mínútur.

Með þessum rétti finnst mér gott að hafa kartöflur, salat og grillsósu.


Dæmi um næringu í 100 g bringu (hálf bringa) með hjúp

Kolvetni: 14 g

Prótein: 26 g

Fita: 2 g

Trefjar: 1 g


Þessi skráning er ekki í Myfitnesspal appinu, en það er mjög einfalt að skrá þennan rétt inn hjá sér. Þyngdin á kjúklingabringunni og svo má gera ráð fyrir um 20 - 25 gr kínóa á hvern bringuhelming.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamaggaComments


bottom of page