top of page

Einfalt gúrku sushi


Gúrku sushi er bæði góður og fljótlegur réttur sem hentar vel bæði sem forréttur eða aðalréttur.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allar vörurnar sem ég nota. Ég er að notast við ferskan lax frá Sælkerabúðinni í Hagkaup.

Innihald fyrir 20 - 25 bita: 2 - 3 gúrkur

philadelphia prótein rjómaostur 1paprika

350 g ferskur lax

klettasalat

soya sósa Gúrkurnar sneiddar þunnt í langa strimla, gott að nota flysjara eða ostaskera. Paprikan skorin í þunna strimla og laxinn í þunnar sneiðar. Gúrkustrimlarnir eru lagðir langsum og þerraðir með pappír og svo smurðir með rjómaostinum. Laxinum, paprikunni og klettasalatinu raðað á og rúllað upp. Gott að reyna að rúlla þessu þétt upp, þá tollir þetta betur saman. Borið fram eins og sushi með soya sósu, wasabi og engifer.


Það er hægt að leika sér með innihaldið en mér finnst gott að reyna að hafa þetta litríkt. Dæmi um næringu í 100 g

Kolvetni: 2 g

Prótein: 10.8 g

Fita: 6.1 g

Trefjar: 0.5 g


Þessi skráning er ekki í Myfitnesspal appinu því það er afar misjafnt hvernig rúllurnar eru gerðar og hvaða innihald er notað. Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til. Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamaggaコメント


bottom of page