Eggjasalat með grískri jógúrt
- Helga Gunnarsdottir
- Oct 18
- 1 min read
Ótrúlega gott eggjasalat sem hentar vel bæði í nestisboxið eða á veisluborðið með góðu kexi. Það er svo gott og sniðugt að nota gríska jógúrt í salöt, gríska jógúrtin gefur rjómakennd áferð án þess að salatið verði of feitt.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS Gott í matinn.

Innihald
200 g grísk jógúrt, 2 dl
4 harðsoðin egg
1-2 msk dijon sinnep
1-2 msk relish eða niðurskornar súrar gúrkur
safi úr hálfri sítrónu
1-2 sellerístilkar, ég notaði tvo (74 g)
ferskt dill, niðurskorið 2-3 msk eða eftir smekk
salt, pipar, paprikukrydd
Innihaldsefnunum blandað saman í skál. Ef þú fílar ekki dill eða sellerí má einfldlega sleppa því, sniðugt að setja epli í staðinn og rauðlauk eða hvað sem þér dettur í hug.
Kryddið til með salti, pipar og paprikukryddi.

Næring í 100 g
Kolvetni: 5,2 g
Prótein: 8,2 g
Fita: 7,6 g
Trefjar: 2,6 gr
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Eggjasalat með grískri jógúrt.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó salatið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga





Comments