top of page

Brauðstangir

Þessar brauðstangir er sniðugt að gera um leið og próteinpizzan er bökuð, krökkunum mínum finnst þær æðislegar og ómissandi með föstudags pizzunni. Ég er að nota sama deig og í próteinpizzuna. Það er hægt að kaupa brauðstangakrydd í Ikea og fleiri stöðum, svo er líka hægt að búa það til sjálfur, sjá uppskrift hér neðar.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald í 10 brauðstangir

- 1 bolli hveiti / 140 gr

- 1 bolli hreint Ísey skyr / 230 gr

- 1 tsk lyftiduft / 5 gr

- eggjahvíta til penslunar (eða egg)

- brauðstangakrydd


Brauðstangakrydd:

- 1 tsk salt

- 1 tsk hvítlaukskrydd

- 1 tsk oreganó

- 1 tsk paprika

- 1 tsk basilíka

- smá svartur pipar og cayenne pipar


Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Ég geri kúlu úr deiginu og skipti því svo í 10 parta og mynda brauðstangir. Brauðstangirnar eru settar á plötu, penslaðar með eggjahvítu eða eggi og kryddaðar með brauðstangarkryddi yfir og undir þær.


Brauðstangirnar eru bakaðar í um 10 - 12 mínútur við 180 gráður.

Næring í 100gr Kolvetni: 33,3 gr Prótein: 12,2 gr Fita: 0,6 gr Trefjar: 1,3 gr Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó brauðstangirnar til. Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða brauðstangir. (Skráningin á við um tilbúna brauðstöng).

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Opmerkingen


bottom of page