top of page

Bananabitar

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • Jun 21, 2024
  • 1 min read

Ef þú ert að leita að leið til að nýta þroskaða banana þá er þetta akkúrat uppskriftin sem þú þarft. Þessir bitar eru svo sniðugir fyrir krakkana í nesti á námskeiðin í sumar, á fótboltamótin og því gott að hafa bitana sem orkuríkasta. Bananabitarnir eru líka frábært millimál fyrir alla.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.


Innihald:

2 þroskaðir bananar 230 g

200 g haframjöl

30 g hnetusmjör

30 g akasíuhunang

1 tsk matarsódi og smá salt

200 g grísk jógúrt

100 ml léttmjólk

súkkulaðidropar eftir smekk, (ég setti 20 g ofan á).


Bananarnir eru stappaðir og svo er öllum innihaldsefnunum blandað saman í skál. Súkkulaðidroparnir eru settir ofaná í lokin en það má einnig blanda þeim við deigið.


Ef þú vilt lækka fitumagnið í uppskriftinni og hækka próteininnihaldið er hægt að setja hreint skyr í stað jógúrtarinnar og jafnvel blanda próteindufti út í deigið.


Bakað við 180 gráður í 40 mínútur.


Næring í 100 g

Kolvetni: 33,8 g

Prótein: 7,4 g

Fita: 8,3 g

Trefjar: 3,6 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Bananabitar.


Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Комментарии


bottom of page